Magnesíum nudd

Magnesíum nudd

Nú mun ég bjóða upp á að nota magnesíum olíu í nuddmeðferðum. Taka þarf fram þegar tími er pantaður ef vilji er fyrir að nota magnesíum olíuna.
Ég blanda magnesíum olíuna sjálf, og eftir margar tilraunir hef ég náð henni nákvæmlega eins og ég vil hafa hana, ég nota eingöngu hágæða hráefni í allar blöndurnar mínar, sem innihalda engin aukaefni.

Ég mæli með magnesíum nuddi fyrir alla! (Sérstaklega gott fyrir íþróttafólk og þá sem stunda mikla hreyfingu)

Magnesíum er okkur mikilvægt og hefur víðtæk áhrif á líkamann
Nokkrar staðreyndir um magnesíum:
*Magnesíum er steinefni
*Það er eitt algengasta efni líkamans
* Margir sérfræðingar segja magnesíum eitt mikilvægasta steinefnið, enda kemur það jafnvægi á öll hin steinefnin sem líkaminn þarfnast líka
*Helmingurinn af magnesíum magni líkama okkar er í beinum, en hinn helmingurinn er í vöðvum og öðrum mjúkum vefum
*Sérfræðingar segja að magnesíum sé líkamanum jafn mikilvægt og vatn, súrefni og almenn fæða
*Magnesíum er nauðsynlegt til að halda uppi efnaskiptum líkamans svo að starfsemi vöðva og hjarta gangi eðlilega

Magnesíum hefur m.a. áhrif á:

-Taugastarfsemi
-Vöðvastarfsemi
-Orkumyndun (ATP í frumunum)
-Myndun beina
-Kalkupptöku
-Blóðflæði
-Meltingu
-Húð

Magnesíum hefur góð áhrif á:

-Vöðva og liðheilsu
-Vefjagigt
-Kvíða og streitu
-Þunglyndi
-Síþreytu
-Heilbrigði húðar
-Vöðvakippi í fótum (restless legs syndrome)
-Sinadrátt
-Magabólgu
-Astma
-Fyrirtíðaspennu
-Hjartsláttaóreglu (talið er magnesíum stabiliseri hjartavöðvann)

Það er erfitt að taka of mikið af magnesíum, nýrun sjá um að skilja út umfram magn. Algengara er að fólk þjáist af magnesíum skorti.
Líkami okkar þarf á magnesíum að halda, og er það mikilvægt öllum. Við töpum magnesíum í gegnum svita og því þarf íþróttafólk, og þeir sem stunda mikla hreyfingu, að passa sérstaklega upp á þetta. Með því að innbyrða eða bera á okkur magnesíum getum við hindrað vöðvakrampa og flýtt fyrir að vöðvarnir jafni sig eftir æfingar.
Þegar magnesíum er borið á húðina í olíuformi er upptakan mun meiri og því mun áhrifaríkara en þegar magnesíum er tekið inn í gegnum meltingarveginn. Næringarefni sem borin eru beint á hörundið, smjúga auðveldlega inn í blóðrásina. Magnesíum sem borið er á yfirborð húðarinnar er allt að fimm sinnum fljótara að skila sér út í líkamann en þegar það er tekið inn í gegnum meltinarveginn.

Þar af leiðandi er snilld að nota magnesíum olíu í nudd meðhöndlunum.

Nokkur atriði sem ber að hafa í huga áður en þú kemur í magnesíum nudd:
Ekki er gott að vera ný búin að raka sig áður en magnesíumolía er borin á, það getur haft ertandi áhrif á húðina.
Ef þú finnur fyrir kláða eða hitatilfinningu þegar magnesíumolía er borin á húðina getur það verið merki um að of lítið magn af magnesíum er í líkama þínum.
Mikilvægt er að bíða í amk klst áður en farið er í sturtu eftir meðferð, best er að leyfa magnesíum olíunni að smjúga vel inn í hörundið áður en það er skolað af.

Frávik:
Sum þvagræsandi lyf
Sumar tegundir sýklalyfja
Blóðþrýstilyf
Beinþéttnilyf
-Geta haft áhrif á magn magnesíum í blóði, ef einhver slík lyf eru tekin skal tala við lækni áður en komið er í magnesíum nudd.