Heilsunudd nær yfir margar mismunandi aðferðir nudds, fjöldbreytileiki heilsunudds er mikill, og eru heilsunuddarar með mismunandi áherslur í sinni meðhöndlun.
Starf heilsunuddara felst í því að meðhöndla vandamál í stoðkerfi , bólgu, spennu og aðra kvilla í vöðvum og vefjum líkamans. Einnig er inn í starfslýsingu heilsunuddara að leiðbeina um heilbrigðar lífsvenjur, mataræði, hreyfingu og rétta líkamsbeitingu. Heilsunuddarar geta þá unnið sem ráðgjafar upp að einhverju marki. Þeir hafa þekkingu í þjálf- og hreyfifræði, sjúkdóma- og næringarfræði.
Starfsvettvangur heilsunuddara eru m.a. í heilsuræktarstöðvum, sundlaugum og á einkastofum.
Heilsunudd er sennilega ein besta fyrirbyggjandi aðferð sem til er þegar kemur að heilsurækt á líkama og sál. Mikilvægur þáttur í starfi heilsunuddara er að fyrirbyggja vandamál.
Margir leita til heilsunuddara þegar vandamál er komið til sögunnar, en fólk ætti að vera meðvitað um að gott og blessað er að leita til heilsunuddara til að fyrirbyggja vandamál í stoðkerfi.
Það sem flokkast undir heilsunudd er m.a.:
- klassískt nudd
- íþróttanudd
- teygjur
- heildræntnudd
- svæðanudd
- sogæðanudd
- meðgöngunudd
- ungbarnanudd
- kinesiology
- kinesioteipun
- triggerpunktameðferð
- ilmkjarnaolíufræði
Mismunandi nuddmeðferðir fela í sér mismunandi tækni, oftar en ekki eru mörgum aðferðum blandað saman, eftir þörfum hvers og eins.
Í flestum tilfellum pantar fólk ekki tíma hjá mér í fyrirfram ákveðna nuddmeðferð, heldur met ég það eftir stutt spjall og heilsufarssögu hvað það er sem hentar hverjum og einum, hverju sinni, og þá er yfirleitt fleiri en einni nuddmeðferð blandað saman.
Það er því mikilvægt þegar komið er til mín í nudd að vera skýr um væntingar, líkamleg einkenni og heilsufarssögu almennt. Með því móti gagnast meðhöndlunin sem best. Það er mitt markmið að skilja nuddþega eftir sáttan, og það er einungis hægt með góðum samskiptum á milli nuddara og nuddþega.