Magnesíum nudd

Nú mun ég bjóða upp á að nota magnesíum olíu í nuddmeðferðum. Taka þarf fram þegar tími er pantaður ef vilji er fyrir að nota magnesíum olíuna.
Ég blanda magnesíum olíuna sjálf, og eftir margar tilraunir hef ég náð henni nákvæmlega eins og ég vil hafa hana, ég nota eingöngu hágæða hráefni í allar blöndurnar mínar, sem innihalda engin aukaefni.

Ég mæli með magnesíum nuddi fyrir alla! (Sérstaklega gott fyrir íþróttafólk og þá sem stunda mikla hreyfingu)

 

Magnesíum er okkur mikilvægt og hefur víðtæk áhrif á líkamann
Nokkrar staðreyndir um magnesíum:
*Magnesíum er steinefni
*Það er eitt algengasta efni líkamans
* Margir sérfræðingar segja magnesíum eitt mikilvægasta steinefnið, enda kemur það jafnvægi á öll hin steinefnin sem líkaminn þarfnast líka
*Helmingurinn af magnesíum magni líkama okkar er í beinum, en hinn helmingurinn er í vöðvum og öðrum mjúkum vefum
*Sérfræðingar segja að magnesíum sé líkamanum jafn mikilvægt og vatn, súrefni og almenn fæða
*Magnesíum er nauðsynlegt til að halda uppi efnaskiptum líkamans svo að starfsemi vöðva og hjarta gangi eðlilega

 

Magnesíum hefur m.a. áhrif á:

-Taugastarfsemi
-Vöðvastarfsemi
-Orkumyndun (ATP í frumunum)
-Myndun beina
-Kalkupptöku
-Blóðflæði
-Meltingu
-Húð