Vinnustaða nudd er nudd sem á sér stað á þínum vinnustað, á vinnutíma.
Nudd er heilsueflandi og getur komið í veg fyrir alls kyns kyrrsetukvilla sem oft plaga kyrrsetufólk.
Í vinnustaða nuddi er áhersla lögð á þau svæði sem eru undir mestu álagi hverju sinni, oft herðar, háls og bak. Tíminn er stuttur en áhrifaríkur.
Ég mæti á staðinn með nuddbekk og allt sem til þarf, vinnustaðurinn þarf einungis að bjóða upp á aðstöðu fyrir nuddið, t.d. skrifstofu, fundarherbergi, bókaherbergi eða annað rými sem hægt er að loka.
Að viðbættum ávinningi nudds almennt er ávinningur þess að fá nudd á vinnustaðnum margþættur, m.a.:
- Eykur vinnuframlag
- Fækkar veikindadögum
- Færri endurtekin álagsmeiðsli
- Ýtir undir betri meðvitund á réttri líkamsbeitingu við vinnu
- Góð þjónusta fyrir starfsfólk sem á það skilið að fá heilsubætandi meðferð á vinnutíma
- Bætir andrúmsloftið á vinnustaðnum
Hægt er að velja á milli þess að bóka 15 mínútna tíma eða 25 mínútna tíma.
- 15 mínútna tímar – 3.000,- kr
- 25 mínútna tímar – 5.500,- kr
(Ferðakostnaður innifalinn á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum)
Verðið miðast við að stakir dagar séu bókaðir, hægt er að fá tilboð ef um reglulegt nudd er að ræða.
Til að bóka vinnustaða nudd er best að senda mér línu hér á harpa@harpaosk.is eða á facebook harpaosk.is – heilsunudd
Endilega sendu mér línu ef þú vilt fá nánari upplýsingar.