
Harpa Ósk / Heilsunuddari
Harpa Ósk heiti ég og er menntaður heilsunuddari frá Nuddskóla Íslands. Ég hef starfað sem nuddari frá 2011 og legg mikið upp úr því að mínir kúnnar kynnist þeirri heilsubætandi upplifun sem fylgir nuddi. Ég hef ótrúlegan mikinn áhuga á heilsufræði og nýti mér þann áhuga í mínu daglega starfi. Þá vona ég að metnaður minn og reynsla skili sér til kúnna minna.